Landamerki Höfða í Grýtubakkahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Höfða í Grýtubakkahreppi. 
Samkvæmt landamerkjalögunum dags. 17. Marz 1882, lýsi eg undirskrifaður umsjónarmaður 
Höfðakirkju í Höfða hverfi, ummerkjum að heimalandi kirkjustaðarins Höfða. 
Að norðan ræður til móts við kirkjujörðina Svæði bein lína frá sjó mili ytri og innri Kvígudals frá miðri 
Klettaborg þeirri, sem er milli dalanna og upp Höfðann sama bein stefna þar til Hólslands tekur við. Úr 
vörðu hlaðinni á þeim stað ræður bein stefna lína spottakorn fyrir vestan Grástein og Fenhóla suður 
Orralágarás í vestanvert Stakholt, og þaðan suður í Krossvörðuholtenda og suður í Lækjargil utan við 
Krossvörðu, sem liggur ofan að Lónunum utarlega; síðan eftir miðjum Lónunum til móts við Nessland, 
austan við Lónshöfða og Nunnuhólma, en úr því er sjórinn takmark jarðarinnar. 
Höfða, 19. dag Maímán. 1885. 
G. Ólafsson 
Þessari landamerkjaskrá er eg samþykkur, að því er snertir jörðina Nes. 
Einar Ásmundsson 
Þessari landamerkjaskrá er eg samþykkur, að því er snertir jörðina Hól. 
Sveinn Sveinsson. 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 23. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 
Bókun 25 = 1 – Ein – króna B.Sv.