Landamerki hjáleigunnar Kolgerðis.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki hjáleigunnar Kolgerðis. 
Frá Bóndatóft ræður sjónhending milli Hléskóga og Kolgerðis í vörðu, syðst og vestast á svokölluðum 
Bungum; svo þaðan bein lína uppí neðanverðan röðulinn á Litlahnjúk milli Grýtuskálar og 
Benediktsskarðs. [...] frá Bóndatóft bein stefna út í Bleiksskál og þaðan út í Grýtuna og eftir henni uppí 
Grýtuskál; hér að auki frjáls upprekstur á heiðina og kúa og hesaganga í Grýtubakkalandi. 
[Útstrikunin að ofan gerð með öðrum lit. 
Ritað með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítaki ekki lýsta samkvæmt áskorun 20.5.´53. JS 
Höfða, 19. dag Maímán. 1885. 
G. Ólafsson 
Landamerkjaskrá þessa samþykki eg vegna Hléskóga. 
Einar Ásmundsson. 
Landamerkjaskrá þessa samþykki eg vegna Grýtubakka 
Þorsteinn Jónasson 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 23. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Bókun og þingl. 1 – ein – króna 
B. Sv.