Landamerki Snartastaða í Presthólahreppi

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Snartastaða í Presthólahreppi 
Að sunnan milli Brekku og Snartastaða úr tréstaur, sem settur hefir verið niður við sjó, þaðan beint 
uppí stein í Reiðgarði; þaðan í Kötlufjall og svo í Klíningsskarð, þaðan sunnan við Beltisvatn og síðan í 
Blikalónsdal, þar sem Hólsstígsþjóðvegur liggur yfir Blikalónsdalinn. 
Að norðan úr Mýgindisdal, sem er utan og vestan í Snartastaðanúp og þaðan austur í Krossholt 
utanvert, og svo í fjall upp í grjótvörðu, sem hvalbein er hlaðið í þaðan austur fjöll, sunnan vert við 
Litfaramýri, sömu stefnu austur á Blikalónsdals vestari brún, að svo kölluðum Sveinum, þar sem þrjár 
vörður standa. 
Rekatakmörk. Úr tréstaur við sjó í Mýgindisdal vestur í Snartastaðanúp. 
Akureyri, 16. Jan. 1884. 
Stephán Stephensen, P Rafnsson 
Leirhöfn og Blikalón eru ásamt Snartastöðum eign landssjóðs. 
Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Presthólum, 18. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna - 
Borgað B. Sv.