Landamerki Skinnalóns í Presthólahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Skinnalóns í Presthólahreppi. 
Að austan milli Harðbaks og Skinnalóns: Úr stæðsta steini á hestamöl, sem stendur undir miðjum 
austurforvaða, rétt fyrir ofan flæðarmál, þaðan í Mjósundin og fram Hraunhafnarána í árkrókina, þaðan 
beint fram í Selvatnslækjarósinn þar sem hann fellur úr vatninu og réttlínis þaðan yfir í æðarvatnsþúfu 
og norðaustur hornið á Rifsæðarvatni. 
Að vestan, milli Rifs og Skinnalóns: Úr miðri Kanavík í vestanverðri Ólafsvíkmöl, þaðan í „afréttina“ í 
Arnarvatni, þaðan í miðjan Grófnalæk og beint í Arnarhól, eður þúfu, sem er vestan við Skálavötnin, 
þaðan beint í norðvesturhornið á Yzta-Rifsæðarvatni eður kvíslarósinn. 
Skinnalóni, 20. Desember 1885. 
Jón Sigurðsson. 
Samþykkur hvað Harðbak, Rif og Raufahöfn snertir. 
Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna - 
Borgað B. Sv.