Landamerki Raufarhafnar í Presthólahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Raufarhafnar í Presthólahreppi. 
Að austan ræður Deildará í Ytra-Deildarvatn og þaðan þangað til er Hólmavatnslækur kemur úr 
Hólmavatni. 
Að vestan milli Ásmundarstaða og Raufarhafnar: Úr gegnislæk í Glápavatnsþúfu og þaðan beint í læk, 
er rennur úr Ólafsvatni og í Selvatnið þar sem Sellækur kemur úr því og síðan í Rifsæðavötn, síðan í 
Hvannlæk, síðan í Hvanntjörn og þaðan beint í vestanvert Hólmavatn. 
Akureyri, 16. Jan. 1883. 
Stephán Stephensen 
Jón Sigurðsson eigandi Ásmundarstaða og Skinnalóns. 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna 
Borgað B. Sv.