Uppskrift
Landamerki Rifs í Presthólahreppi.
Að austan milli Skinnalóns: Úr miðri Kanavík í vestanverða Ólafsmöl og þaðan í „Afréttinn“ í Arnarvatni,
þaðan í miðjan Grófnalæk og réttlínis í Arnarhól eður þúfu, sem er vestan við Skálavötnin; þaðan beint
í norðvestur hornið á Rifsæðarvatni hinn yzta, eður Kvíslarósinn úr vatninu, síðan eftir Rifsæðarvötnum
og í Hvannlæk, síðan í Hvanntjörn og þaðan beina stefnu í vestanvert Hólmavatn.
Að vestan: Úr stórum steini í lítilli tjörn, er liggur utan við Straumtjarnir og í Leutinantsvörðu og síðan
fram Mjóuvatnsása og beina stefnu fram á móts við Hólmavatn.
Rekatakmark úr miðri Kanavík í stóran stein í lítilli tjörn, er liggur utan við Straumtjarnir.
Akureyri, 16. Jan. 1883
Stephán Stephensen
Raufarhöfn og Blikalón eru eins og Rif eign landssjóðs.
Stephán Stephensen
Jón Sigurðsson (Eigandi Skinnalóns)
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði Presthólum, 16. Maí 1885
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna
Borgað B. Sv.