Landamerki Harðbaks í Presthólahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Harðbaks í Presthólahreppi. 
Að vestan milli Harðbaks og Skinnalóns. Úr stæðsta steininum í hestmöl, sem stendur undir miðjum 
austurforvaða ofan við flæðarmál og þaðan í mjósundin, síðan fram Hraun í Hafnarána í arkrókinn, 
þaðan beint fram í Sellækjarósinn þar sem hann fellur úr Selvatni. 
Að austan milli Ásmundarstaða: Úr Hringlónaós í svokallaða Kellingareyri, þaðan í lítinn hól eða 
vörðubrot á Harðbaksholtum, þaðan í Klausturstein (sunnaná Harðbaksjarðbakka). 
Þaðan í Greni í svokölluðum Brandstaðajarðbakka og þaðan beina stefnu efst í Selvatn. 
Rekamark úr Hringlónaós í steininn á Hestamöl 
Akureyri, 16. Jan. 1883 
Stephen Stephensen 
Jón Sigurðsson (Eigandi Skinnalóns og Ásmundarstaða 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. dag Maím. 1885 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – 
Borgað B. Sv.