Landamerki Hóls í Presthólahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Hóls í Presthólahreppi. 
Að austan ræður Ormarsá að vörðu er stendur við ána á svokölluðum Hólsfitjum. 
Að vestan ræður Ytri-Deildará neðan frá sjó í Ytra-Deildarvatn og síðan eftir Syðri-Deildará í Syðra- 
Deildarvatn og síðan beina stefnu sunnan við Héðinsstaðavatn í vörðuna á Hólsfitjum 
Akureyri, 16. Janúar 1884. 
Stephán Stephensen 
Samþykkur hvað Brekku snertir P. Rafnsson 
Raufarhöfn og Ormalón eru eins og Hóll eign landssjóðs 
Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna 
Borgað B. Sv.