Landamerki Heiðarmúla í Svalbarðshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Heiðarmúla í Svalbarðshreppi. 
Að austan ræður gildrag vestanvert við fjallgarðinn framanvert við Einarsskarð og fylgir landið 
Einarsskarðskvísl, sem liggur vestan við fjallgarðinn þar til hún kemur í Ormarsá og ræður þannig 
umgetin kvísl landamerkjunum að austan og norðanverðu, en uppi frá því Ormarsáin að vestan verðu 
fram að Axarfjarðarheiðar þjóðvegi, en þar eftir fylgir landamerkjastefnan farveg þeim, er liggur úr gili 
á milli Mýrarsels og Djúpárbotna, og ræður þá bein stefna frá áminnstu gili að sunnan þvert yfir hæðir 
og urðir, austur að fyrnefndu Einarsskarðsgili 
Skinnalóni, 28. Júní 1884. 
Jón Sigurðsson 
Hvað takmörkin, að austan og norðan 
snertir samþykkir G. Vigfússon. 
Samþykkur hvað Sandfellshaga snertir Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – 
Borgað B. Sv. 
Reki 
Tilheyrandi Munkaþverárk[l]austri fyrir landi 
jarðarinnar Álands í Þistilfirði 
Milli Kolkuár og Sandár fjórðungur og áttungur í hvalreka slíkt hið sama í flutningum, og allan 
viðarreka nema það eitt undanskilið, er leiguliða ber til réttar og selju. 
Akureyri, 16. Janúar 1883 
Stephán Stephensen 
Ofanskrifuðum rekamerkjum erum við samþykk 
Björn Bjarnason, Ingiríður Ásmundsdóttir (Eigendur að jörðinni Ytra-Álandi) 
[Ritað á spássíu með öðrum lit og annarri rithönd] 
Ítakinu ekki lýst samkv. áskorun 20.5.´53. Niður fallið. JS. 
Lesið á manntalsþingi að Sauð Svalbarði, 16. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – 
Borgað B. Sv. 
[Þverstrikað yfir færsluna með öðrum lit]