Landamerki Hléskóga í Grýtubakkahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Hléskóga í Grýtubakkahreppi. 
Að neðan ræður, til móts við Nes, bein lína sunnan úr Sóleyardýi út eftir svokölluðum Ófærum í 
Flæðakílinn, þar sem krókur verður á honum, og hann fer að renna í norður, en eftir það ræður kíllinn, 
þar til hann aftur stefnir í vestur. – Að utan ræður til móts við Grýtubakka og Grýtu, kíll fyrir utan 
Landhólmaskott, og úr þeim kíl bein stefna upp í Naustadæl miðja, en þaðan bein lína upp í Bóndatóft. 
Þá ræður þaðan móti Kolgerði sjónhending í vörðu syðst og vestast á svokölluðum Bungum, svo sama 
bein lína upp í Grýtuhóla og svo eru úr því merki eftir röðlinum á hrygg þeim, sem er milli 
Benediktsskarðs og Grýtuskálar á fjall upp. Að sunnan ræður til móts við Lómatjörn bein lína neðan úr 
Sóleyjardýi upp á fjall, og liggur lína þessi um suðurbrún á hæðum þeim, sem eru utan við 
Lómatjarnardal í gilskoru, sem þar er uppundan, og þaðan upp í stórt gil við sjóinn sunnan við Dýjahjalla 
og Grenishjalla á fjall upp. 
Nesi, 23. dag Aprílmán. 1884. 
Einar Ásmundsson 
Þessa landamerkjaskrá samþykki eg hvað Kolgerði viðkemur 
G. Ólafsson 
Þessa landamerkjaskrá samþykki eg hvað Grýtubakka snertir 
Þorsteinn Jónasson 
Þessa landamerkjaskrá samþykki eg það sem snertir Laufáskirkjujörðina Lómatjörn 
Magnús Jónsson 
Að Nesi er sami eigandi, sem að Hléskógum. 
Einar Ásmundsson 
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 23 Maí 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna 
B. Sv.