Landamerki Flautafells í Svalbarðshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Flautafells í Svalbarðshreppi. 
Að austan ræður Svalbarðsá frá Merkilæk að Þverárfellsárósi. 
Að sunnan ræður Þverfellsá frá ósi til Arnbjargarlækjar í svokallaðri Þröng við Súlnafjallgarð. 
Að vestan ræður Súlnafjallgarður frá Arnbjargarlæk að Þvermel skammt sunnan við Einarsskarð. 
Að norðan: Bein stefna úr Þvermel í Stóraskriðugil, vestan í Flautafellsfjalli, síðan beint yfir 
Flautafellsfjall í upptök merkilækjar, en úr því ræður merkjunum til Svalbarðsár. 
Akureyri, 16. Jan 1885. 
Stephán Stephensen. 
G. Vigfússon samþykkur hvað landamerkin snertir. 
Ofannefndum landamerkjum erum við Garðs eigendur samþykkir 
Gunnlaugur Sigvaldason, E. Kristjánsson, Guðmundur Einarsson, Þ. Einarsson. 
Reki tilheyrandi Flautafelli eður Flautafellsreki. Frá Gautavík til Stöðulslækjar, hálfur hvalur, hvort sem 
rekur eða er fluttur. 
Akureyri, 16. Jan. 1883. 
Stephán Stephensen 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 16. dag Maímán. 1885. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – 
Borgað B. Sv.