Uppskrift
Landamerki Eyðis á Langanesi í Sauðanesshr.
Að norðaustanverðu skiftir Kólfshvammslækur reka og landi við sjó. Þaðan ræður bein stefna yfir
Hrollögsstaðafjall til vörðu á Hamrafjalli þaðan ræður bein stefna vestur yfir Heiðarfjall í vörðu á
Djúpadalasmel; þá bein stefna úr þeirri vörðu niður að vörðu á Mjóavatnsholti, þaðan bein stefna
norður í vörðu á Gunnvararvatnsbakka þá ræður austurhlið vatnsins að vörðu á vatnsbakkanum, sem
er niður af Stórahvammi; þá bein stefna upp Stórhvamm að vörðu sem er á lindarbakka rétt vestan við
heystæði nálægt miðjum hvamminum, og enn sama stefna uppeftir um vörðu ofan við Hvamminn og
af uppá Nónfjallsbrún. Þaðan ræður bein stefna í vörðu fyrir ofutan Öldudal; þá bein lína í þúfustein í
Fagranesskarði, og þaðan beina línu yfir Naustann í Dranginn sjóarmegin, sem líka skiftir reka. –
Framanskrifuð landamerki samþykkir eigandi jarðarinnar
Daníel Jónsson.
Og eigendur Fagraness:
Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson, Skúli
Þorsteinsson, Baldvin Þorsteinsson
V. Guðmundsson (Eig. að Hrollögsst)
S. Sæmundsson, D. Jónsson (Eigendur að Heiði)
Daníel Jónsson (Eigandi hálflendu Hlíðar)
G. Þorsteinsson (fjárhaldsmaður 3. ómyndugra barna, sem eiga ½ Hlíð.)
Lesið á manntalsþingi að Sauðanesi, 15. dag Maímán. 1885.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00, Ein króna –
B. Sv.