Landamerki Skála í Sauðanesshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Skála í Sauðanesshreppi. 
Á yzta og austasta odda Langaness í Þingeyjarsýslu, sem kallast Fontur, stendur gjótvarða er Steinka 
heitir, hún skilur land, fuglbjarg og reka millum jarðanna Skála og Sköruvíkur, þó svo að svonefnd 
Fontfjara öll heyrir Skálum til. Þaðan skilur land miðlína eftir tanganum í grjótvörðu þá, er stendur á 
ytri Tóuöxl, þaðan bein stefna yfir skurð þann er ofanvið flóabotn í grjótvörðu á Fremmri Tóuöxl, þaðan 
bein stefna yfir Bjarnavatn í vörðu á holti í Ölvesflóa, þaðan bein stefna yfir skurð þann er liggur um 
Ölvesflóa í grjótvörðu á heiðarbrún, og þaðan enn bein stefna yfir norðanvert Mjóavatn í Skálakross, 
ensvo nefnist allstór og einkennileg þúfa, er stendur á melhrygg inn á heiðinni sunnan við Sauðöxl 
Skálum hinn 12. Október 1883 
G. Sigurðsson, V. Guðmundsson (bændur á Skálum) 
G. Magnússon, Kristinn Magnússon (bændur á Sköruvík) 
Til Framhalds hinsvegar ritaðri landamerkjaskrá, skal því hér lýst yfir, að millum Skála og 
Kumblavíkur skilur land og reka bjargnef það, er gengur fram til sjávar úr svonefndri Sóknahlíð 
(Súrnahlíð) þaðan skilur land bein stefna yfir grjótvörðu á heiðarbrúninni í Skálakross 
28. Júní 1885 
G. Sigurðsson, V. Guðmundsson (bændur í Skálum) 
Jón Benjamínsson (bóndi á Kumblavík.) 
Lesið á manntalsþingi að Sauðanesi 15. Maí 1883. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00. Ein króna 
B.Sv.