Uppskrift
Landamerki Svínárness á Látraströnd.
Að utanverðu ræður til móts við Steindyr Marklækur, sem rennur í gili ofanúr fjalli og niður í sjó. – Að
sunnan til móts við Hringsdal eru merki um klett þann eða dranga í fjörunni, sem Meri er kallaður, og
þaðan beina línu uppí svokallaðan Svartaklett skammt fyrir neðan fjallsrætur, en síðan úr klettinum
beint á fjall upp.
Ljósavatni, 10. okt. 1883
pr. Jón Austmann
Sigurður Guðnason
Sigurður Stefánsson (á Steindyrum)
Gísli Jónasson (á Svínárnesi)
Kristján Kristjánsson (í Hringsdal)
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka 16. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.