Uppskrift
Landamerki Finnastaða á Látraströnd.
Landamerki á milli Hjalla og Finnastaða eru að neðan talin og uppeftir í læk þann, sem rennur við túnið
að norðan og uppá svonefnda Hjallabrekku, svo liggja merkin suður eftir brekkunni suður í læk þann,
sem kallaður er Hamarslækur, síðan fylgja merkin læk þessum, sem rennur í smábugðum í fjallinu uppá
svonefnda Viðrabrún, þar uppspretta lækjarins. Eftir Viðrarbrún þessari hefir verið talið að landamerki
liggi suður í Finnastaðaá, og svo fylgja merkin ánni, sem hefir upptök sín undan sunnanverðum Kaldbak.
Lengst eiga Finnastaðir land, til fjalls í Þverdalsá, sem aðskilur landamerki, eða land á milli Gils í Fjörðum
og Finnastaða, og austur í Trölladalsá, sem þá aðskilur land milli Finnastaða og Grenivíkur. Á þessi hefur
upptök sín undan svonefndum Þrepskildi. Þrepskjöldur þessi er mjór melhryggur, og undan honum að
innan eða vestan kemur á og heitir hún Grenjá, og aðskilur hún glöggt land milli Grenivíkur og
Finnastaða alla leið til sjávar.
Munkaþverá í Nóvember 1883.
J. Jónsson (eig. Finnastaða)
Eg sem eigandi og umráðamaður Grenivíkur samþykki þessa landamerkjalýsingu
Oddur Ólafsson
Hvað framanrituð landamerki milli Finnastaða og Gils áhrærir, þá er eg undirskrifaður þessari
landamerkjalýsingu samþykkur, það sem Gil í Fjörðum áhrærir.
G. Ólafsson
Við undirskrifaðir eigendur jarðarinnar Hjalla erum samþykkir framanskrifaðri landamerkja-lýsingu
Þorsteinn Jónasson
Halldór Jóhannesson
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 16. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna –
Borgað B.Sv.