Uppskrift
Landamerki Hjalla á Látraströnd.
Að utan móts við Hringsdal ræður frá sjó svonefndur Kleyfarlækur uppí Lýsishólatjörn, og svo beina
línu í Grjótskálarhnjúk, síðan beina sjónhendingu uppað Kaldbakshrauni.
Að sunnan ræður móts við Finnastaði frá sjó, svonefndur Grenislækur uppá svokallaða Hjallabrekku,
svo liggja merkin eftir brekkuröðinni suður í læk þann, sem kallaður er Hamarslækur, síðan fylgja
merkin læk þessum, sem rennur í smábugðum í fjallinu uppá svonefnda Viðrabrún, þar er uppspretta
lækjarins, síðan eftir Viðrabrún suður í Finnastaðaá og svo fylgja merkin ánni, sem hefir upptök sín
undan sunnanverðum Kaldbak.
Grýtubakka og Grímsnesi í Janúar 1884.
Þorsteinn Jóhannesson Jónasson, Halldór Jóhannesson (eigendur Hjalla)
Framanskrifaða landamerkjalýsingu milli Hjalla og Hringsdals, samþykkjum við undirskrifaðir.
Kristján Kristjánsson (eigandi ½ Hringsdal)
Gísli Jónasson (umráðam. á ½ Hringsdal)
Framanskrifaðri landamerkjalýsingu á milli Hjalla og eignarjarðar minnar Finnastaða er eg samþykkur.
Munkaþverá í Febr. 1884.
Jón Jónsson
Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 16. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna
B.Sv.