Landamerki Hvamms í Höfðahverfi.
(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)
Uppskrift
Landamerki Hvamms í Höfðahverfi. Að utan ræður til móts við Grenivíkur og Jarlsstaðaland Grófarlækjarós neðst þar sem hann fellur í Bárðartjörnina; þaðan bein stefna upp í merkjagarðsstúf fyrir ofan Grenivíkurhóla, síðan bein lína uppí miðja Merkislág og svo sjónhending uppá Syðstahnjúk. Frá hnjúknum ræður fjallseggin út að Stóraklettagili, og síðan lækur sá, sem rennur í því niður Gljúfrá. Að austan ræður Gljúfrá til móts við (Bárðartjörn) Grýtubakka, allt inn að Víðilæk; en að sunnantil móts við Bárðartjörn Víðilækur upp að merkjalínu, sem dregin væri beint frá syðri enda Bárðartjarnarinnar eftir garðmóti í mýrinni þar fyrir ofan, upp í áðurnefndan læk. Að vestan ræður Bárðartjörnin eftir miðlínu hennar Hvammi, 31. dag Maímán 1884. Óvída Jónasdóttir Samþykkur fyrir Grenivíkurland Oddur Ólafsson Fyrir Grýtubakka Þorsteinn Jónasson Fyrir Hól Sveinn Sveinsson Lesið á manntalsþingi að Grýtubakka, 16. Júní 1884. B. Sveinsson Borgun: Þingl. 75 aur Bókun 25 aur Kr. 1,00 – Ein króna – B.Sv.