Landamerki Meyarhóls á Svalbarðsströnd.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Meyarhóls á Svalbarðsströnd. 
Að norðan: úr lítilli klöpp á sjávarbakkanum, líkri grjóthrúku, þaðan í vörðu á klöpp við Geldingsárgil, 
þaðan í utanverða Lambhúsklöpp, þaðan beint upp í vörðu á neðsta hjalla, síðan beint uppí sjáanlega 
vörðu á Nautahjalla, þaðan beint upp í lág á miðju fjalli síðan beint til fjallsbrúnar, utanhalt við syðsta 
skriðuskorning af þremur, síðan beint austur á miðja heiði. 
Að sunnan: ræður einstakt sker í sjónum, beint uppí klöpp á bakkanum, og svo í vörðu á sérstakri klöpp 
á Langakletti, beint í vörðu á mel fyrir neðan Mjóasund, beint upp í vörðu á Langamel, síðan í vörðu á 
Stekkjarhjalla, þaðan beint uppá brún, rétt sunnan við Dagmálabungur og austur á miðja heiði. 
Að vestan ræður sjórinn. Að austan ræður miðja heiðarinnar. 
Espihóli, 16. apríl 1884. 
Jón Sigfússon 
Sigurður Davíðsson (sem eig. og umráðam. Hallanda) 
Guðrún Jónasdóttir (eigandi að Geldingsá.) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884. 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – 
Borgað B.Sv.