Uppskrift
Landamerki Sigluvíkur á Svalbarðsströnd.
Milli Sigluvíkur og Geldingsár ræður landamerkjum Dældarlækur við sjó, er öðru nafni kallast Kliflækur,
þaðan beint upp svokallað Klif, þar sem lækur þessi rennur fram af milli tveggja lítilla klappa, hvar gerð
er merkivarða, þaðan beint í merkivörðu í svokölluðu Selbarði, og þaðan frá efttir beinni línu í
Geldingsárgil og ræður það landamerkjum uppá Heiðarbrún og þaðan beint austur á Heiði að
landamerkjum Fnjóskárdals, er liggja út og suður eftir miðri heiðinni. Að utan ræður landamerkjum
svokölluð merkisklöpp, er stendur lítið eitt frá sjó, og þaðan úr klöpp þessari, sem hún er hæst, beina
línu í svokallaðan Sandskarðslæk, er fellur fram á milli tveggja Klappa á svokallaðri Ásabrún, þaðan
beint í merkisvörðu utaná svokölluðum Brattahjalla þaðan beina línu í heiði upp, austur til landamerkja
Fnjóskárdals.
Sigluvík, 6. Júní 1884.
Stefán Pétursson, Guðjón Árnason (Jarðeigendur)
Framanskrifuðum landamerkjum milli Sigluvíkur og Breiðbóls, er eg sem eigandi Breiðabóls samþykkur.
Jón Sigfússon
Samþykk Guðrún Jónasd. (Eigandi Geldingsár)
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna –
Borgað – B.Sv.