Uppskrift
Landamerki Efri-Dálkstaða
(ásamt Neðri-Dálksstaða, en báðar þessar jarðir
hafa óskiftan bithaga sbr. landamerki Neðri-Dálkstaða)
Að utan ræður merkjasteinn framan við flæðarmál, og í vörðu á sjóarbakkanum og þaðan beint í
Dældarkrók, þar sem Dældarlækur rennur í norður, svo uppeftir þeim læk upp fjallið, allt að uppsprettu
hans í Grænulág, sem liggur upp fyrir norðan Litlahnúk, og þaðan þvert yfir fjallið austur í Gaut og þaðan
austur í vörðu á merkjum Víðuvalla
Að sunnan ræður sker fram í sjó undan Festarkletti, sammt fyrir sunnan Dálkstaðagil, þaðan beina
stefnu upp eftir í efra horn á Háamel þeim neðri, þaðan beint í gegnum svokallaða Steinlág í Efstahjalla
og upp í vörðu á brúninni, svo beint þaðan yfir fjallið í vörðu, skamt fyrir vestan Kirkjustein eða 180
faðma frá honum.
Þessu til staðfestu eru allra hlutaðeigenda undirskriftir.
Efri-Dálkstöðum 3. Marz 1884.
Guðjón Árnason
Jóhann Bergvinsson
Guðm. Siguríkson
Sigurðr Jónsson
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
Kr. 1,00 – Ein króna –
Borgað B:Sv.