Landamerki Neðri-Dálkstaða

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Neðri-Dálkstaða 
Að sunnan milli Dálkstaða og Tungu ræður merkjum svonefndur Festarklettur í sjávarmáli, og þaðan 
beina sjónhendingu í lág þá í fjalli uppi er Steinlág heitir og þaðan aftur beina línu austur á Vaðlaheiði 
móts við Kirkjustein. Kom hlutaðeigendum saman um, að glöggva merki þessi með vörðum á næsta 
vori. 
Að utan milli Dálkstaðanna, hefir verið óskiftland upp að fjalli og kom okkur hlutaðeigendum saman 
um, að hafa það svo framvegis, þar bæði er torvelt, að gera ljós merki og virðist ekki hafa neina verulega 
þýðingu. En á fjallinu eru merki á milli téðra jarða á lág þeirri, er næst liggur svokallaðri beitarhússgróf, 
upp gegnum efsta hjalla og beint á fjall upp. 
Þessari landamerkjalýsingu til staðfestu eru allra hlutaðeigenda nöfn. 
Jóhann Einarsson (Í umboði Hálshrepps) 
Guðjón Árnason (eigandi Efri-Dálkstaða) 
Stefán Magnússon (bóndi í Tungu) 
Guðni Sigurðsson (bóndi á Neðri-Dálkstöðum) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði, 17. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna – Borgað B.Sv.