Landamerki Gautsstaða á Svalbarðsströnd

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Gautsstaða á Svalbarðsströnd 
Að utan ræður svokallað merkjaskarð á sjávarbakka þaðan beint í stóra þúfu, er stendur ofarlega í 
nesinu og þaðan beint í vörðu á móbrúninni suðurundan Leifshúsum, þaðan í vörðu, er stendur á 
Fosslágarbrún, og svo beint upp fjallið í Þórishaug á Þórisstaðaskarði, og þaðan austur í lækjamót syðst 
í Hrossadal. 
Að sunnan ræður merkjasteinn framan við flæðarmálið og í vörðu á sjávarbakka og þaðan beint í 
Dældarkrók, þar sem lækurinn rennur í norður (Dældarlækur) og svo upp eftir þeim læk alla dældina á 
enda, og síðan eftir þeim læk upp fjallið allt að uppsprettu hans í Grænulág, sem liggur upp fyrir norðan 
Litlahnúk, og þaðan þvert yfir fjallið austur í Gaut og þaðan austur í vörðu á merkjum Víðivalla og 
Gautsstaða. 
Þessu til staðf. eru allra hlutaðeig. undirskriftir 
Gautsstöðum 1. Nóvbr. 1883 
Jóhann Bergvinsson (eig. hálflendunnar) 
Sigurður Jónsson (eig hálfendunnar) 
Valves Finnbogason 
Guðjón Árnason 
Baldvin Bergvinsson 
Baldvin Baldvinsson 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
Kr. 1,00 – Ein króna - Borgað. B.Sv.