Landamerki Leifshúsa á Svalbarðsströnd.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Leifshúsa á Svalbarðsströnd. 
Að sunnan ræður svokallað merkjaskarð í sjávarbakka og þaðan beint í stóra þúfu er stendur ofarlega 
í Nesinu, og þaðan í vörðu á móbrúninni suður undan Leifshúsum, þaðan beint í vörðu, er stendur á 
Fosslágar brún og svo beint upp fjallið í Þórishaug á Þórisstaðaskarði og þaðan austur í Lækjamót syðst 
á Hrossdal. 
Að utan ræður stór steinn í flæðarmáli og beina línu þaðan á vörðu er stendur á sjávarbakka beint upp 
undan svonefndu Sandskarði, þaðan eftir vörðum upp utan við Grófarkrók suður frá Sveinbjarnargerði 
og í stóra vörðu á stekkjarhjalla, þaðan í jarðfastan stein stóran, er stendur þar beint upp undan á 
svonefndri Votubrekku, þaðan beina línu sunnan á háfjall í vörðu, er þar skal ráða merkjum, þaðan 
beina línu austur um háfjall til Hrossadalslækjar. 
Þessum landamerkjum til staðfestu eru okkar allra hlutaðeiganda undirskriftir. 
Leifshúsum, 1. Nóvbr. 1883. 
Baldvin Baldvinsson (fyrir hönd eiganda) 
Baldvin Bergvinsson (eig. 1/3 úr Þórisstöðum) 
Jónatan Jónsson (annar ábúandi Þórisstaða) 
Jóhann Bergvinsson 
Sigurður Jónsson (hands.) 
Jón Guðmundsson (eig og ábúandi Sveinbjarnargerðis.) (hands.) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
1,00 kr. Ein króna – 
Borgað B.Sv.