Landamerki Þórisstaða á Svalbarðsströnd

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Þórisstaða á Svalbarðsströnd 
Að utan ræður stór steinn í flæðarmáli og beina línu þaðan í vörðu er stendur á sjávarbakka beint upp 
undan svonefndu Sandskarði, þaðan eftir vörðum upp utan við Grófarkrók , suður frá Sveinbjarnargerði 
og í stóra vörðu í Stekkjarhjalla, þaðan í jarðfastan stein stóran, er stendur þar beint uppi undan á 
svonefndri Votubrekku, þaðan beina línu til sunnan 
á hafjall til Hrossadalslækjar. 
Að sunnan ræður svokallað Merkjaskarð í Sjávarbakka og þaðan beint á stóra þúfu ofarlega á nesinu 
og þaðan í vörðu á móbrúninni suður undan Leifshúsum, þaðan beint í vörðu, er stendur á 
Fosslágarbrún, svo beint upp fjallið í Þórislaug á Þórisstaðaskarði, og þaðan beint austur í Lækjamót 
syðst í Hrossadal. 
Þessum landamerkjum til staðfestu eru okkar hlutaðeiganda undirskriftir. 
Þórisstöðum 1. Nóvbr. 1883. 
Valves Finnbogason (eig. og ábúandi ½ Þórisstaða) 
Baldvin Bergvinsson (Eigandi 1/3 úr Þórisstöðum) 
Jónatan Jónsson (annar ábúandi Þórisstaða) 
Baldvin Baldvinsson (fyrir hönd eiganda Leifshúsa) 
Jóhann Bergvinsson 
Jón Guðmundsson (eig. og ábúandi Sveinbjarnargerðis) (handsalað) 
Sigurður Jónsson (handsalað) 
Lesið á manntalsþingi Svalbarði 17. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur. 
Bókun 25 aur 
1,00 kr. – Ein króna – B.Sv. 
Borgað