Uppskrift
Landamerki Sveinbjarnargerðis á Svalbarðsströnd.
Að utan milli Garðsvíkur og Sveinbjarnargerðis ræður steinn í flæðarmáli í vörðu á sjávarbakka og svo
eftir vörðum upp nesið í jarðfastan stein í höllunum og þaðan beina sjónhendingu í stóran stein í
svonefndum Bærklettum og aftur þaðan í vörðu á brún upp og svo beina línu austur um fjall að
Hrossadals
læk, sá lækur ræður merkjum í suður að austan unz land Þórisstaða tekur við. Að sunnan milli
Sveinbjarnargerðis og Þórisstaða hagar merkjum þannig: Í flæðarmáli ræður stór steinn og þaðan í
vörðu, er stendur á sjávarbakkanum beint uppundan svokölluðu Sandskarði, þaðan beina línu eftir
vörðum upp fyrir utan Grófarkrók, suður frá Sveinbjarnargerði og í stóra grjótvörðu er stendur á
svonefndum Stekkjarhjalla, þaðan í jarðfastan stein stóran er stendur þar beint uppundan í svonefndri
Votubrekku, þaðan beina línu sunnan á háfjallið í norður, er þá skal ráða merkjum, og þaðan beina línu
austur um fjall til Hvassadalslækjar.
Þessari landamerkjalýsingu til staðfestu setja allir hlutaðeigendur, sín eigin handar nöfn
Sveinbjarnargerði, 3. Nóvbr. 1883.
Jón Guðmundsson (eigandi og ábúandi Sveinbjarnargerðis)
Jóhann Einarsson (fyrir eig. Garðsvíkur)
Sæunn Jónsdóttir (ábúandi Garðsvíkur)
Valves Finnbogason (eig. og ábúandi ½ Þórisstaða)
Baldvin Baldvinsson (Fyrir hönd eig. Leifshúsa)
Baldvin Bergvinsson (eigandi 1/3 úr Þórisstöðum)
Jónatan Jónsson (annar ábúandi Þórisstaða)
Lesið á manntalþingi að Svalbarði, 17. Júní 1884
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur.
Bókun 25 aur
1,00 kr. – Ein króna – B.Sv.