Landamerki Garðsvíkur á Svalbarðsströnd.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Garðsvíkur á Svalbarðsströnd. 
Að utan neðan fjalls ræður merkjum milli Miðvíkur og Garðvíkur kelda sú, er fellur úr svokallaðri 
Háklauf til sjávar og aftur stefnu úr sömu klauf beint á fjall upp, austur um það þvert og allt niður í 
Hrossadalslæk; að austan ræður sami lækur merkjum til suðurs um Hrossadal unz land 
Sveinbjarnargerðis tekur við. 
Að sunnan milli Garðsvíkur og Sveinbjarnargerðis ræður steinn í Flæðarmáli í vörðu á sjávarbakka 
og svo eftir vörðum upp nesið í jarðfastan stein í höllunum, og þaðan beina sjónhendingu í stóran stein 
í svonefndum bæarkletti, og aftur þaðan í vörðu á brún upp og svo beina línu austur um fjall að 
Hrossadalslæk. Að sjó fram er land þetta ítakalaust á allar síður. 
Þessari landamerkjasksrá til staðfestingar setja allir hlutaðeigendur sín eigin handar nöfn. 
Merki eru sett eftir framanskrifuðu 
p.t. Garðvík, 20. Marz 1883. 
Jóhann Einarsson (Í umboði jarðareig. Eiríks Halldórssonar) 
Jón Guðmundsson (eigandi og ábúandi Sveinbjarnargerðis) 
Sæunn Jónsdóttir (ábúandi Garðsvíkur) 
Asmundur Þorsteinsson (ábúandi Miðvíkur) 
Að hérað framan greind landamerkjaskrá jarðarinnar Garðvíkur á Svalbarðsströnd í Þingeyjarsýslu sé 
rétt og samkvæm því, er eg réttast veit um merki og ítök, það staðfesti eg með mínu undirskrifuðu 
nafni og óska jafnframt hún verði innfærð í landamerkjabók Þingeyjarsýslu og upplesin á næsta 
manntalsþingi að Svalbarði á Svalbarðaströnd, vorið 1884. 
Blöndudalshólum, 27. okt 1883 
E. Halldórsson (eigandi jarðarinnar Garðvíkur) 
Lesið á manntalsþingi að Svalbarði 17. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur. 
Bókun 25 aur 
1,00 kr. 
Ein króna – Borgað B.Sv.