Landamerki Almennings á Flateyjardal

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Almennings á Flateyjardal 
Að sunnan er Laufáskirkjuland milli Höfðagilja. Merki milli þess og Almennins eru í Ytra-Höfðagili neðan 
frá Heiðará upp þangað sem gilið klýfur sig og myndast tunga milli tveggja gilja. Sem þá merkir í Ytra 
gilinu, sem liggur beinna fyrir, upp til fjallsbrúnarinnar og er því sleppir beint á efsta hrygg fjallsins að 
norðan er Heiðarhúsaland: Merki þess og Almennings eru í Eilífsá, neðan frá Heiðará upp þangað sem 
Eilífsárgilið beygist í Krók suður á við, þá eftir beinni línu úr gilskróknum uppá hafjallið. Að austan ræður 
Heiðaráin merkjunum. 
Austari-Krókum, 6. Des. 1882. 
Hannes Friðriksson 
Þessari landamerkjalýsingu er eg, sem umráðamaður kirkjueigna Laufáss, samþykkur. 
Björn Halldórsson 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi, 18. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 75 aur 
Bókun 25 aur 
1,00 kr. – Ein króna – Borgað B.Sv.