Uppskrift
Landamerki Veturliðastaða í Hálshreppi
1. Að sunnan milli Steinkirkju er lind (kölluð merkjalind) neðst í heiðinni, sem rennur ofan
á brekkur og merkin þaðan beina stefnu til austurs í miðjan höfða þann, sem er sunnan
við svokallað Mógil austan Fnjóskár og upp heiðina úr áðurnefndri lind, beina stefnu í
vörðu á heiðarbrúninni (kölluð merkjavarða), sem er á hól út við Stekkjargil, þaðan beint
í vestur til merkjalínu.
2. Að norðan milli Hróastaða. Úr Fnjóská eftir svonefndri merkjalind og upp á Hólabrún,
þaðan eftir gömlum glöggum merkjagarði og úr honum í Syðri-Gerðalæk, og síðan eftir
honum og svo beint upp í neðstu brúnir og þaðan beint í vestur til merkjalínu
3. Að austan Fnjóská
4. Að vestan Merkjalína, sem liggur út og suður um Selártjarnir
Veturliðastöðum, 2./10-83
Sigurður Davíðsson (eigandi ½ Veturliðastaða)
Gísli Ásmundsson (umráðamaður ½ jarðarinnar)
Landamerkjunum að sunnan er samþykkur Guðlögur Eiríksson á Steinkirkju
Samþykkur Stephán Stephensen (umboðsm. Hróastaða)
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 75 aur
Bókun 25 aur
1,00 kr. – Ein króna
B.Sv.