Landamerki Fjósatungu í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Fjósatungu í Hálshreppi. 
Að sunnan til móts við Grjótárgerði ræður Litlilækur sem rennur eftir skurði beina stefnu austur til 
Fnjóskár, en frá uppsprettu Litlalækjar er bein stefna í vestur til Ytrivörðu á fjallsbrúninni, þaðan bein 
stefna vestur á fjallið yfir Stóralækjardrag til Sölvahryggsvörðu, er stendur á miðju fjallinu. Að vestan 
ræður bein lína frá nefndri vörðu norður á Sölvagilshæð sem er austan við Flóagil. 
Að utanverðu til móts við Brúnagerði ræður bein stefna af Flóagilshæð austur á Sölvahrygg, austur yfir 
hann og Neðriöxl að lind, er sprettur upp undan öxlinni og kölluð er Syðriseyra, þessi lind rennur beint 
ofan fjallið og yfir mitt túnið í Brúnagerði austur í Fnjóská, er því hálft Brúnagerðistún í Fjósatungulandi, 
en sem þó eðlilega tilheyrir og brúkað er óátalið frá ómunatíð af ábúendum Brúnagerðis. 
Að austan ræður merkjum mið Fnjóská. 
Ljósavatni 28. Marz 1884. 
pr. Jón Austmann 
Sigurður Guðnason 
Samþykkir hvað Brúnagerði og Grjótárgerði snertir 
Jónatan Davíðsson (eigandi Brúnagerðis) 
Davíð Sigurðsson (ábúandi Grjótárgerðis) 
Jóhann Einarsson (eigandi Grjótárgerðis) 
G. Davíðsson (ábúandi Fjósatungu) 
[Ritað með öðrum lit og annarri skrift] (Ítaki ekki lýst samkv. áskorun 20.5. ´53. JS.) 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: 
Þingl. kr. 0,75 
Bókun kr. 0,25 
Kr. 1,00 – Ein króna – Borgað B.Sv.