Uppskrift
Landamerki Veisusels í Hálshreppi.
Að utanverðu til móts við Veisu ræður Stórilækur á fjallinu og ytri kvísl hans frá fjallsrótum til Fnjóskár.
Að vestan verðu við Fnjóská suður gegnt Miðrönd á mónum þaðan til (móts við Hallgilsstaði í Grundargil
í fjallinu beint á fjall upp. Samt tilheyra Hallgilsstöðum allar slægjur utan við Miðrönd og Grundargil til
næsta lækjar sunnan við Veisuselstún.
Ljósavatni, 28. Marz 1884.
pr. Jón Austmann
Sigurður Guðnason
Kristján Ingjaldsson (ábúandi Hallgilsstaða)
Elín Bjarnadóttir ábúandi Veisusels)
Sigurgeir Jónsson ábúandi Veisu)
[Ritað með öðrum lit og annarri skrift] (Ítaki lýst samkv. áskorun 20. maí 1953. JS.)
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borg: Þingl. kr. 0,75
Bókun kr. 0,25
Kr. 1,00 – Ein króna – Borgað B.Sv.