Uppskrift
Landamerki Fornastaða í Hálshreppi.
Að sunnan til móts við Sigríðarstaði ræður Merkiá af fjalli og frá fjallsrótum bein stefna eftir
Merkiárfarvegum til Þingmannalækjar. Að norðan til móts við Hallgilsstaði ræður Syðragil í fjallinu,
þaðan bein lína eftir Markbrekkuhólum, vestur til Þingmannalækjar, er þá ræður merkjum að vestan
til móts við Hálsland.
Ljósavatni 28. Marz 1884.
pr. Jón Austmann
Sigurður Guðnason
Skúli Kristjánsson (ábúandi Sigríðarstaða)
Jón Jónsson (ábúandi Fornastaða)
Kristján Ingjaldsson (ábúandi Hallgilsstaða)
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884.
B. Sveinsson
Borgun: Þingl. 0,75
Bókun 0,25
– Kr. 1,00 – Ein króna – B. Sv.
Borgað