Landamerki Sörlastaða í Hálshrepp.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Sörlastaða í Hálshrepp. 
Sörlastaðalandi skiftir frá Bakkalandi að norðan gamall merkjagarður, er liggur frá austri til vesturs á 
hinu svonefnda Langholti, og beint til fjalls í grjótvörðu, sem hlaðin er á hól nokkur ofan fjallsrótum, 
er sýnir beina stefnu í næsta mel, sem liggur í fjallsbrúninni fyrir norðan hina svonefndu Grákolluskál. 
En aðalengjum og flatlendi jarðarinnar skiftir varða, sem hlaðin er uppá flatlendinu á beinni línu til 
vesturs frá hinum fyrnefnda merkjagarði. Til austurs á Vallnafjall eiga Sörlastaðir land að 
Bæargilstjörn, að Grettistaki, að Fremraskarðsdragi, að Hrútárdragi, að Pílagrímsmosum og að 
Pílagrímsfjalli. Að sunnan liggja að grjót og sandar. Að vestan skiftir Sörlastaðalandi frá Hjaltadalslandi 
og Snæbjarnarstaðalandi Timburvalladalsá og Bakkaá. 
Sörlastöðum, 19. apríl 1884. 
Sigurjón Bergvinsson (eigandi og ábúandi Sörlastaða) 
Jónatan Þorláksson (eigandi Bakka) 
Benedikt Sigurðsson (ábúandi Hjaltadals) 
Bjarni Davíðsson (ábúandi Snæbjarnarstaða) 
Jón Benediktsson (eigandi og ábúandi Stóruvalla) 
Fyrir hönd kirkjujarðarinnar Sandhauga 
Pétur Jónsson (prestur að Hálsi) 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
Kr. 1,00 
– Ein króna – B. Sv.