Landamerki jarðarinnar Bakka í Hálshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki jarðarinnar Bakka í Hálshreppi. 
Bakki á land til austurs á fjall upp og til Nýárdalsárlands, sem ódeilt er; að sunnan ræður merkjum 
gamall merkigarðsstúfur, sem liggur austur og vestur á svonefndu Langholti, eru merkin frá eystri 
enda hans þverstefnu til fjalls í vörðu, sem hlaðin er á litlum grjótgarðihól neðst á fjallinu og þaðan 
beint upp á fjallið; frá vestri enda garðsins eru merkin til vesturs í vörðu, sem hlaðin er á mýrinni, og 
þaðan þvert til Bakkaár; liggur að sunnan Sörlastaðaland, að vestan ræður Bakkaá merkjum, að 
norðan eru merkin Fossgil í fjalli, og á flatlendi grjótgarður eða hryggur, sem er lítið norðar en beint 
niður frá gilinu, og frá honum beina þverstefnu til Bakkaár, liggur að norðan Bakkaselsland. 
Bakka, 1. Nóv. 1883. 
Benedikt Jónatansson (eigandi) (ábúandi) 
Jónatan Þorláksson (eigandi) 
Helgi Davíðsson (bóndi á Bakkaseli) 
G. Davíðsson (Fyrir eig. Bakkasels) 
Sigurjón Bergvinsson (Eigandi og ábúandi Sörlastaða) 
Lesið á manntalsþingi að Hálsi 18. Júní 1884. 
B. Sveinsson 
Borgun: 
Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 = 1,00 kr. 
– Ein króna – B. Sv.