Landamerki Stóru-Tjarna í Ljósavatnshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Stóru-Tjarna í Ljósavatnshreppi. 
Að norðan milli Kambsstaða. Eftir Merkigróf í fjallinu fyrir ofan bæinn og beina stefnu í jarðstúf 
niður í mó. 
Að austan milli Stóru- og Litlu-Tjarna: Úr Lækjarkrók og beint í Leirtjarnarkrók og þaðan eftir 
Leirtjörn í Fiskilæk og síðan eftir gömlum merkjagarði norður í Litlu-Tjarnalæk. 
Milli Stóru-Tjarna að vestan og Arnstapa að austan: Úr Briðjuhól í Nýphól og síðan beina stefnu 
niður á stýflugarð í mýrinni og svo beint í Litlu-Tjarnalæk. 
Akureyri, 16. Jan 1883 
Stephen Stephensen 
Jarðirnar Litlu-Tjarnir og Arnstapi eru ásamt Stóru-Tjörnum eign landssjóðs. 
Stephán Stephensen 
Pétur Jónsson (prestur að Hálsi) 
Lesin á manntalsþingi að Ljósavatni 19. Júní 1884, á þess að vera mótmælt. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
Kr. 1,00 
– Ein króna – B. Sv.