Landamerki Kross í Ljósavatnshreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Kross í Ljósavatnshreppi. 
Að innan verðu til móts við Litlu Tjarnir ræður Merkigróf beint ofan í Beinhöfðalæk, sem er á 
Beinhöfða. 
Að norðan verðu til móts við Beinhöfða Landamótssel, eru merki í lág þeirri, sem liggur ofanfrá 
fjallinu og kölluð er „Merkilág“ og niður að mýrinni sunnan við svokallað Skriðugerði og þaðan 
suður í Sýki við Djúpá, en í fjallinu upp af nefndri lág eru þrjár grófir, og ræður sú yzta merkjum. 
Að vestan og sunnan ræður Ljósavatn og Djúpá, en háfjallið að norðan. 
Í landi jarðarinnar á Ljósavatnskirkja ítak, sem kallað er „Teigur“ og ræður þar merkjum að 
ofan árkrókur á Djúpá, þar sem hún beigist fyrst til austur norður af Torfhól ofan við Hólmana, 
og þaðan bein stefna út yfir þvert Sigguholt og ofanvert á Skriðugerði, þaðan beint suður í Sýki 
við Djúpá. Að sunnan og vestan neðan „Djúpá“ 
Ljósavatni, 30. apríl 1884. 
Pr. Jón Sigurðsson 
Sigurður Guðnason 
Samþykkur Stephen Stephensen 
Jón Jónsson (ábúandi Kross) 
Björn Jóhannesson (ábúandi Landamótssels) 
[Viðbót með öðrum lit og skrift] (Ítakinu lýst eftir áskorun 20.5.1953. JS.) 
Lesin á manntalsþingi að Ljósavatni 19. Júní 1884, án þess móti væri mælt 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
Kr. 1,00 – Ein króna 
Borgað. B. Sv.