Landamerki Núps í Skinnastaðahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Núps í Skinnastaðahreppi. 
Að sunnan milli Þverár og Núps: 
Úr Brunná og beint í Merkigil og þaðan austur í Núpá 
Að vestan ræður Brunná 
Að norðan úr „Gíg“ fyrir utan Oddsnestá og þaðan beina stefnu í Merkisnes undir Axarnúp og 
þaðan upp til fjalls 
Akureyri, 16. Jan. 1883 
Stephen Stephenssen 
Framanskrifuðum landamerkjum milli jarðanna Núps, Daðastaða og Þjófsstaða erum við 
undirskrifaðir ábúendur téðra jarða samþykkir 
Þorsteinn Þorsteinsson 
J. Jónasarson 
Framanskrifuðum landamerkjum milli jarðanna Núps og Þverár er ég undirskrifuð samþykk. 
Ingibjörg Nikulásdóttir (Eigandi að Þverá) 
Lesin á manntalsþingi að Skinnastað 25. Júní 1884 og ómótmælt. 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
Kr. 1,00 – Ein króna – B. Sv.