Uppskrift
Landamerki Sandfellshaga í Skinnastaðahreppi.
Að sunnan milli Klifshaga, Leifsstaða, Hafrafellstungu og Sandfellshaga. Úr Skeggjastaðárkrók
og þaðan beina stefnu í Jónsvörðu, þaðan beint í Sjónhól og síðan beint í Arnarþúfu, svo í
Fjórðungshól og þaðan í vörðu í Langás austur í Búrfellsheiði.
Að austan: Úr vörðum í Langás í Djúpá og eftir henni í gil, sem liggur milli Djúpárbotna og
Mýrarsels og þaðan í vörðu við Ormarsá.
Að norðan: Úr vörðunni við Ormarsá og beina línu vestur í Kálfhól og þaðan í Vörðuhól, og
síðan í Sandskarðið í jarðbakkanum í Skeggjastaðaárkrók.
Akureyri, 16. Jan. 1883
Stephen Stephensen
Uppá væntanl. samþykki yfirboðara minna, samþykki eg að því er kirkjukotið Leifsstaði snertir
ofannefnd landamerki
Skinnastað, 27. ágúst 1883
Þórleifur Jónsson
Samþykkur Klifshagalandi viðvíkjandi
Víkingavatni, 29. jan. 1884.
Kr. Árnason
Við undirskrifaðir samþykkjum framanskrifuð landamerki, hvað Hafrafellstunguland snertir.
S. Steinsson (fyrir hönd eiganda)
G. Sigvaldason (Eigandi.)
Lesin á manntalsþingi að Skinnastöðum, 25. Júní 1884 og ómótmælt.
B. Sveinsson.
Borgun: Þingl. 0,75
Bókun 0,25
Kr. 1,00 – Ein króna – B. Sv.