Landamerki Snartastaða í Presthólahreppi.

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Snartastaða í Presthólahreppi. 
Að sunnan milli Brekku og Snartastaða úr tréstaur, sem settur hefur verið niður við sjó, og 
þaðan beint upp í stein í Reiðgötumgarði og þaðan í Kollufjall, þaðan og sunnan vert á 
Klíningsskarð, þaðan beint austur sunnan við Beltisvatn, þaðan og beint á Blikalónsdal þar sem 
Hólsstígsþjóðbraut liggur yfir dalinn. 
Að norðan milli Snartastaða og Leirhafnar úr Mýindisdal sem liggur vestan í Snartastaðanúp, 
þaðan austur í Krossholt, og þaðan á fjall upp í grjótvörðu, sem hvalbein er blaðið í, þaðan 
beint austur fjöllin og sunnanvert við Litfaramýrar og þaðan austur að Blikalónsdalbrún vestan, 
að svokolluðum Sveinum, er þrjár vörður standa á. 
Rekatakmörk 
Úr tréstaur, áður nefndum, við sjó og út í Mýindisdal á Snartastaðanúp. 
Snartastöðum, 7. apríl 1884. 
Sigurður Rafnsson (ábúandi) 
Ingimundur Rafnsson (ábúandi Brekku) 
Jón Pétursson (ábúandi á Blikalóni) 
Kristján Þorgrímsson (ábúandi á Leirhöfn) 
Stephen Stephensen (umboðsmaður) 
Lesin á manntalsþingi að Presthólum 26. Júní 1884 og ómótmælt 
B. Sveinsson 
Borgun: Þingl. 0,75 
Bókun 0,25 
Kr. 1,00 – Ein króna – B. Sv.