Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gestsstöðum liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu

Nr. 103,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Gestsstöðum liggjandi í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 
1. Á milli Gestsstaða og Klúku eru landamerki eptir læk, sem rennur frá hlíðarlögg ofan í 
Miðdalsá eptir svo kallaðri Reiðlá frá upptökum lækjarins í svo kallaða dagmálavörðu, á 
brúninni frá henni í (svo kallaða) þúfu á miðbrún, og frá henni í þúfu sem eru á hæstu 
brúninni. 
2. Milli Gestsstaða og Kirkjubóls, frá ofangreindri þúfu eptir holthrygg suður í tjörn, sem er á 
hæzta fjallinu milli Þvergils og Gestsstaða brúnar. 
3. Milli Gestsstaða og Heydalsár eru merki suður háfjallið sem vötnum hallar að Miðdal og 
Heydal suður í svokallaðan Stórhól. 
4. Milli Gestsstaða og Steinadals eru merki frá Stórhól suður fjallið eptir því sem vötnum 
hallar að Gestsstaða-Norðdal og Steinadals-Norðdal, svo vestur svo kallaða Þröskulda, sem 
eru á milli dalanna, svo upp hlíðina eptir rönd, sem hallar suður og norður, svo vestur hábrún 
vestur í svokallað Melrakkagil, ræður þá gilið að Miðdalsa og skiptir áin svo löndum heim 
dalinn, sem Gestsstaðaland nær. 
Gestsstöðum 26. maí 1892 
Daði Bjarnason 
Þessum landamerkjum eru samþykkir: 
Fyrir Klúkuland Björn Björnsson 
Fyrir Kirkjubólsland Valgerður Grímsdóttir 
Fyrir Heydalsárland Ásgeir Sigurðsson 
Fyrir Steinadalsland Daði Bjarnason Þorbjörn Jónsson 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Kirkjubóli 9. júni 1892 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 103. Vitnar 
SeSverrisson. 
Gjald: 
Fyrir þingl. kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SeSv. 
Kort