Landamerki tilheyrandi jörðinni Guðlaugsvík við Hrútafjörð

Nr. 102,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki tilheyrandi jörðinni Guðlaugsvík við Hrútafjörð. 
Landamerkjalækur á millum Víkur og Kolbeinsár liggur fyrst til vesturs, síðan til suðurs í 
Kálfavötn svokölluð, þar liggur garður þar sem krókurinn er á læknum til vesturs í 
Torfhamra, sem menn halda að sje garður, og svo líka fyrrum fallinn, eptir honum standa 
merki og beina sjónhending i Miðmundahæðir, svo fyrir austan Arnarhreiðursdal eptir 
brúnum og á há Dagmálabungu og austan til í Lásagil, svo eptir Guðlaugstungum eptir því 
sem vötnum hallar og í hæð fyrir austan Guðlaugsvatn, þaðan sjónhending á Hvalsá til 
vesturs í Þröskulda, og þar eptir í Rjúpnafell, síðan heim í Svartagil, úr Svartagili og eptir há 
Töðutungubrún sjónhending af norðurenda Töðutungu brúnar og sunnan til í Langafell, þaðan 
beint til austurs í landamerkjagil, sem fellur ofan á millum Seltinds og Þórðarfells á Víkurá. 
Jón Jónsson eigari í Brunngili. 
Jón Þórðarson sem eigandi að ¾ Skálholtsvíkur. 
Guðrún Andrjesdóttir sem eigandi að ¼ Skálholtsvíkur 
Þorvaldur Bjarnarson umráðamaður Kolbeinsár og Stóru Hvalsár. 
Gísli Jonsson eigandi í Þambárvöllum. 
Einar Þórðarson eigandi í Þórustöðum. 
Lesin fyrir manntalsþingrjetti að Bæ 19 júnímán 1890, og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 102. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald fyrir þingl. kr. 75a 
Gjald fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort