Landamerkjaskrá fyrir Stóra Fell og Litla Felli

Nr. 100,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Stóra Fell og Litla Felli. 
Landamerki milli Stóra Fells og Munaðarnes er á rekanum í svokallaðar Hellur, og 
sjónhending uppá brún og svo eptir brúninni vestur fyrir Velli og þaðan eptir hrygg þeim, 
sem liggur milli Fellsdals og Skalladals og beint á Tindaskarð. 
Milli Litla Fells og Krossanes ræður svo svokallaður Hagagarður beint til fjalls á 
hrygg þann, sem liggur á milli Djúpadals og Hyrnudalla og eptir honum beint í Tindaskarð. 
Á rekanum í Snös þá, sem næst er sunnantil við Hagagarðsbásinn. Sælusker kölluð 
liggja undir Stóra Fell. 
Jens H. Þorkelsson Benjamín Jóhannesson 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Arnesi 2. júlimán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 100. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort