Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Krossnesi.
Að norðan í svokallaðann Hagagarðsbás og beina sjónhending til fjalls í hrygg þann,
sem liggur á milli Djúpadals og Hyrnudala í Tindaskarð.
Milli Norðurfjarðar og Krossness ræður svokallaður Ljósumýrarlækur, sem rennur frá
hömrunum, þar til hann rennur til norðausturs, þar er hlaðinn garður og frá þeim garði er
stefnan bein til Norðurfjarðarsýki, hvar hann hefur áður runnið og með sýkinu þar til það
rennur í Ljósumýrarlækinn og eptir honum til sjóar.
Rekamark milli Fells og Krossaness er í Snös þá, sem er næst sunnanvert við
Hagagarðsbás.
Eyjólfur Jónsson Benjamín Jóhannesson.
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 99 Vitnar
S.E Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bokun kr. 25a
Er ein króna
S.E. Sverrisson