Landamerkjaskrá Fyrir Skjaldbjarnarvík í Árneshreppi

Nr. 97,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá Fyrir Skjaldbjarnarvík í Árneshreppi 
Jörðin á land og reka norður í klett þann, sem er norðan til við Geirhólmagnúp og kallaður er 
Biskup, að sunnanverðu á jörðin land og reka að Bjarnafjarðará og eru þar skír landamerki 
milli Skjaldarbjarnarvík og Dranga. Sker þau, er liggja fram undan landinu liggja undir 
jörðina ásamt veiði við þau 
p.t. Arnesi, 2. Júlí 1890 
Bjarni Bjarnason J.J. Thorarensen (jarðeigendur) 
Guðmundur Pjetursson bóndi á Dröngum 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Stranda Sýslu undir tölulið 97. Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
S.E. Sverrisson 
Kort