Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Drangavík í Árneshreppi
Milli Dranga er Drangatangi við sjóinn sjónhending af lægsta Skarðatindinum á vörðu þá sem
er á Klettunum skammt fyrir ofan sjóinn og svo eptir þeirri línu til sjóar –
En milli Drangavíkur og Engjanes er Þrælskleif og norðanverðu kúpóttur klettur og varða
beint upp af honum. Kálhólmar 3 með Æðarvarpi.
p.t Árnesi 2. júli 1890
J.J. Thorarensen fyrir Jón Ásgeirsson
Gudm. Pjetursson á Dröngum
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlí mán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Stranda sýslu undir tölulið 96 Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
S.E Sverrisson