Landamerki fyrir jörðinni Dröngum liggjandi í Árneshreppi innan Strandasýslu

Nr. 95,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Dröngum liggjandi í Árneshreppi innan Strandasýslu 
Land jarðarinnar að norðanverðu við bæjinn er norðurað Bjarnafjarðará og eru þar skír 
landamerki milli Skjaldabjarnarvíkur og Dranga. 
Að sunnanverðu við bæjinn eiga Drangar land yzt út í Drangatanga nfl. sjónhendingu af 
lægsta Skarðatindinum í vörðu þá, sem er á klettunum skammt fyrir ofan sjóinn og svo eptir 
þeirri línu til sjávar. 
Til fjalls á jörðin land svo langt sem vötnum hallar að láglendi hennar 
Hlunnindi sem fylgja og liggja undir jörðina er: 
1 Æðarvarp sem er í Eyju og 2 hólmum. Eyjan er skammt undan landi rjett fyrir norðan 
Meyjarsel Dranga megin á Bjarnarfirði. Hólmarnir eru hjer um bil ¼ viku sjóar undan landi 
norður og fram af Vatnshöfða sem kallaður er 
2. Selveiði fylgir og liggur undir jörðina mest í skerjum sem eru hjer umbil viku sjóar undan 
landi og svo í ýmsum skerjum öðrum, sem eru nær landi því þau liggja öll undir Dranga, sem 
eru fram undan Drangalandi 
3. Viðar og hvalreki nema 1/10 af hval undir Arneskirkju 
Dröngum dag 24. maí 1890 
Guðmundur Pjetursson fyrir hönd prestsins í Vatnsfirði 
J.J. Thorarensen (eigandi Skbvíkur) og ful. fyrir Drangarvík. 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 og ritað inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 95 Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald fyrir þingl. kr. 75a 
Gjald fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESv. 
Kort