Landamerkjaskrá fyrir jörðina Eyri við Ingólfsfjörð í Árneshreppi

Nr. 92,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Eyri við Ingólfsfjörð í Árneshreppi 
Milli Eyrar og Ingólfsfjarðar ræður merkjum Eyrarkleif við sjó og þaðan sjónhending til 
fjalls. 
Milli Eyrar og Munaðarness ræður merkjum klettaklauf við sjóinn og úr henni sjónhending í 
Hróaldshöfða, úr honum sjónhending í öxlina á Miðaptansfjallinu. 
Milli Eyrar og Mela ræður stefna úr Stóra-Hnúk í Bjarnarvörðu og þaðan í Haugsfjall. 
Bæ við Hrútafjörð 31. des. 1889 
S.E Sverrisson umboðsmaður Strandasýslujarða. 
Halldór Jónsson Guðmundur Jónsson Eigendur Mela 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 92 Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort