Landamerkjaskrá fyrir Gjögur

Nr. 91,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir Gjögur. 
Gjögur á land að læk þeim sem rennur úr Gjögurvatni og til sjávar innanvert í Brandsvík, að 
norðanverðu frá greindum læk með vatninu að læk þeim, sem næst kemur og hefur upptök 
hæst á hálsinum úr tjörn að austanverðu við tjörnina er sjónhending í læk þann, sem rennur til 
sjóar í Akurvík, en þar lækurinn rennur á öðrum stað í ár en næsta ár, er sjónhending yfir 
sandinn tekin beint sem grasbakkar á læknum ráða beint til sjóar. 
p.t. Arnesi 2. Júlí 1890 
J.J. Thorarensen 
S.E Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 91. Vitnar 
S.E Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SESverrisson 
Kort