Uppskrift
Landamerki fyrir jörðinni Ófeigsfirði í Árneshreppi innan Strandasýslu.
Land jarðarinnar er frá Helgaskjóli og norður að Eyvindarfjardará og eru þar skír
landamerki, fram til fjalls á Ófeigsfjörður svo langt sem vötnum hallar að Ófeigsfjarðarlandi
og liggur því undir Ófeigsfjörð allur Húsadalur og allur Sýrárdalur út á Seljanesmúla að
vörðum þeim, sem skilja milli Ófeigsfjarðar og Seljaneslands. Á sjó á Ófeigsfjörður út
þangaðtil Helgaskjól er að bera í landamerkjavörðu, sem þar er uppi á múlanum, þ.e.
Ófeigsfjörður á nokkuð lengra á sjó úteptir en á landi.
Undir Ófeigsfjörð liggur allur reki frá Helgaskjóli norður að Hvalá og svo frá
Dagverðardalsá norður í nyrðri klettinn fyrir norðan Hrúteyjarnes og þekkist hann af því, að
skip fljóta að honum um flóð og fjöru, en fjarar út langt fram fyrir klettinn, sem er nær
nestánni. Frá þessum tilgreinda nyrðra kletti norður að Vothellum liggur allur viðrareki undi
Breiðabólstaðarkirkju í Vesturhópi í Húnavatssýslu.
Frá Vothellum innað Eyvindarfjarðará liggur allur viðarreki undir Þingeyraklaustur
svo er og viðarreki á svæðinu frá Dagverðardals á að Hvalá.
Varplönd, sem liggja undir Ófeigsfjörð eru: Hrútey skammt undan landi
Ófeigsfjarðarmeginn við Hrúteyjarnes og hólmi, skammt undan landi innst á firðinum
Sker, sem selveiði er við og liggja undir Ófeigsfjörð eru almennt nefnd
Ófeigsfjardarsker, þau eru talsvert undan landi, og eru hin einstöku sker nefnd, Flatasker,
Hnúasker, Austurklakkar og Brimilsklakkar
Reykjafirði, 21. Jan. 1890
J.J. Thorarensen
Guðm. Pjetursson Þorkell Þorkelsson
Gísli Gíslason. Jón Gíslason Ragnheidur Óladóttir jarðeigendur
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Arnesi 2. júlímán 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 90. Vitnar
S.E. Sverrisson
Gjald:
Fyrir þinglestur kr. 75a
Fyrir bókun kr. 25a
Er ein króna
SESverrisson