Landamerki Árnesstaða í Trjekyllisvík

Nr. 89,

(Ekki er hægt að opna bók á réttum stað þar sem blaðsíðutal vantar)

Uppskrift
Landamerki Árnesstaða í Trjekyllisvík 
Hornmark milli Árness og Mela er steinn í Hvalvík, er nefnist Spor, í gegnum stein 
þann er gat, þaðan eru landamerki beint í Árnestinda, svo eptir háfjalli allt að Árnesa, en hún 
ræður til sjávar en rekamark við sjó er eptir samkomulagi milli prestsins í Árnesi og 
umboðsmanns Þjóðeignarinnar Finnbogastaða, með því árósinn eigi jafnan rennur í sjó 
á sama 
stað þar 
í fjörunni, er Ársker ber í Kört. 
Undir Arnes liggur Árnesey (Trjekyllisey) með Lónklakk svo og Háasker, Kört og 
Sullarsker. 
Viðarreka allan mili Spors og Áróss á Árnes en 3/4 (þrjá fjórðu) hluta í hvalreka í 
Árnesey og 2/3 (tvo þriðju) hluta í hvalreka milli Spors og Áróss, móti Þingeyraklaustri, eptir 
að frá er genginn 1/10 (einn tíundi) hluti, sem Arneskirkja á hjer sem annarstaðar af öllum 
hvölum, sem á land koma, hvort sem fluttir eru á eða með skipi milli Geirhólmsgnúps og 
Kaldbakskleyfar. Árneskirkja á allan hálfan reka frá Drangatanga að Signýjargötu og frá 
Singýjargötu að Skúmshelli hálfan viðarreka 
Árneskirkju tilheyrir reki sá á Krossnesi og í Norðurfirði, er fyr heyrði til Skalholtsstað, 
áttung í hvalreka milli Lækjar og dranga“ (skinnblað 1492) og sem er orðið eign Árneskirkju 
með gjafabrjefi dags. 20. jan 1888 er og afsalar til Arneskirkju hvalrekaítak Skálholtskirkju í 
Trjekyllisey (Árnesey). 
Samkvæmt máldögum og vísitatium á Árneskirkja einnig þriðjung vættar skreiðar, af 
hverjum bónda og af hverjum fiskimanni, ef hann er til fiskjar hálfan mánuð eða lengur frá 
Geirhólmi og í Sauratún (Sauðatún) 
Árnesi í Trjekyllisvík 1. dag júlimánaðar 1890 
Eyjólfur Jónsson prestur í Árnesi 
S.E. Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða 
Halldór Jónsson Guðm. Jónsson (handsalað) eigendur Mela 
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlímán. 1890 
og rituð inn í landamerkjabók 
Strandasýslu undir tölulið 89 Vitnar 
S.E. Sverrisson 
Gjald: 
Fyrir þinglestur kr. 75a 
Fyrir bókun kr. 25a 
Er ein króna 
SE Sverrisson 
Kort