Uppskrift
Landamerkjaskrá fyrir jörðina Bæ í Trjekyllisvík.
Milli Bæjar og Finnbogastaða ræður merkjum lækur, sem rennur með túninu í Bæ frá því
hann kemur í Arnesá til upptaka, úr upptökum lækjar þessa ræður sjónhending í stein
uppundir fjallinu og verður þar sett merkjavarða.
Milli Bæjar og Árnes ræður merkjum Arnesá. Reki tilheyrir jörðinni í svonefndri Kolgrafarvík, sem liggur í Stóru-
Ávíkur landi úr Knarar[nesi] í K[…]unes
Bæ við Hrútafjörð 31. des 1889
S E. Sverrisson Umboðsmaður Strandasýslujarða
Eyjólfur Jónsson prestur í Árnesi
Lesin fyrir manntalsþingsrjetti að Árnesi 2. júlím. 1890 og rituð inn í landamerkjabók
Strandasýslu undir tölulið 87. Vitnar
S.E. Sverrisson